GoAnywhere dulkóðunar- og sendingarkerfið keyrir á öllum vélartegundum

Með GoAnywhere frá Fortra opnast nýjar leiðir við að sækja, senda og meðhöndla gögn.
Hægt er að senda gögn á milli gagnagrunna eða senda í dulkóðuðum tölvupósti, gera vefeyðublöð og taka á móti gögnum frá þeim.
Notandi getur sett skjöl út í möppu og stýrt hver fær að sækja, hversu oft og fyrir hvaða tíma.
GoAnywhere skiptist í nokkra kerfishluta eins og sFTP, FTPs, Secure Folders, Secure Forms og svo í gríðarlega öflugan hluta sem kallast WorkFlow. Í WorkFlow einingunni er hægt að tengja alla þætti saman og nánast hægt að teikna upp forrit sem leysa flóknustu mál, t.d. ná í gögn frá gagnagrunni, dulkóða þau, senda með sFTP eða senda inn á vefþjónustur eða aðrar vélar.
Sérlega auðvelt er að teikna upp vefeyðublöð sem notendur geta fyllt út og þannig sent gögn inn í kerfið. Á sama máta er einfalt að gera "forrit" í WorkFlow sem tekur á móti gögnunum og setur þau þangað sem þú vilt.
Til dæmis er hægt að sækja gögn beint úr gagnagrunni og láta færa þau í Excel eða beint í CSV-skrár sem eru svo sendar áfram dulkóðaðar og þú færð tölvupóst hvort þetta gekk eða ekki.
GoAnywhere keyrir á Windows/Aix/Linux/Unix/Solaris/Mac eða nánast á hvaða tegund tölvu sem er.
Notendur GoAnywhere eru yfir tíuþúsund í Evrópu !

Einfaldast er að þú hafir samband svo við getum sýnt þér hversu öflugt þetta tól er !


______________________________________________________________

RobotHA - Robot speglunarkerfið fyrir IBM i


RSF forveri RobotHA er á flestum IBM i vélum landsins

RSF (Remote Software Facility) er ótrúlega einfalt samskiptakerfi fyrir IBM System i vélar. Það býr til allar tækja- og línuskilgreiningar sjálfvirkt og setur System i vélar í samband á augabragði. Þú getur svo farið á milli véla í beint skjásamband eða sótt/sent skrár eða prentlista á milli vélanna. Allt þetta gerir gagnaflutning á IBM System i að léttum leik. Sérstaklega er auðvelt að senda eða sækja gögn yfir Internetið með RSF. Síðasta útgáfa af RSF er útgáfa 11.0


RobotHA speglar gögn á milli véla

RobotHA er nýjasta útgáfan af RSF, því hið rótgróna fyrirtæki HelpSystems keypti Bugbusters haustið 2016. Nýjasta útgáfan er í raun í beinu framhaldi af RSF kerfinu. Nú þegar eru fyrirtæki á Íslandi farin að spegla gögn með RobotHA. Uppsetning er einföld og tekur ekki langan tíma. Auðvelt að prófa vélarskipti og speglunin er leikur einn.

Með RobotHA er hægt að spegla eftirfarandi gagnatýpur á milli véla:

  • User profiles
  • System values
  • Network attributes
  • Authorization lists
  • Data queues
  • Object-level authorities
  • Spooled files
  • Message queues
  • Data areas
  • Database files
  • IFS objects
  • og fleira
  • Einnig er skipun sem afritar eina vél yfir á aðra sem er auðvitað sérstaklega þægilegt t.d. þegar skipt er um vél og flytja þarf allt yfir á nýju vélina.


    Margvísleg kerfi frá Fortra - Halcyon eftirlitskerfið !

    Halcyon eftirlitskerfið er ótrúlega öflugt kerfi sem fylgist með margvíslegum keyrslum á vélum í netumhverfinu. Vélarnar geta verið Windows, Linux eða Unix og kerfið sýnir niðurstöður á einum skilaboðaskjá í tölvudeild en einnig geta notendur nota appið sem fylgir og hægt er að svara beint úr því. Eru t.d. skrár að verða til, eru þær of gamlar, eru þær ekki að verða til ? Eru diskar að stækka, eru skrár að stækka, eru ákveðnar villur í loggskránum o.s.frv. Hægt er að setja upp mörg skilyrði sem öll þurfa að vera uppfyllt til að skilaboð berist. Halcyon kerfið getur líka fylgst með vefsíðum og athugað hvort vefþjónustur séu í gangi.


    Hafðu samband - Það er ótrúlegt hvað Halcyon kerfið getur !

    Mjög auðvelt er að bæta við vélum í eftirlit og á einfaldan máta er hægt að setja upp margvísleg skilyrði sem skoða EventViewer, loggskrár og stýrikerfisgildi og láta vita ef eitthvað er að. Þarftu að fylgjast með vélunum hjá þínu fyrirtæki - hér er leið til að gera það almennilega ! Frábært og öflugt kerfi.